Við skelltum okkur í Borgarnes s.l. laugardag á Brákarhátíðina. Eftir góðan bæjarrúnt að skoða skreytingarnar í hverfunum þá ákváðum við að kíkja við í Blómasetrinu https://www.facebook.com/pages/Bl%C3%B3masetri%C3%B0/177092862372383?ref=ts&fref=ts En það er yndisleg blómabúð og kaffihús. Ég hvet bara alla sem leið eiga um Borgarnes að kíkja þar við… en vitið hvað, ég sá svo fallegan bókastand sem langaði svo svakalega með mér heim, að ég gat ekki neitað hvorki honum né mér um´ða… 🙂 Hér eru nokkrar myndir af´onum… kíktu á!
Hér er búið að stylla upp vininum og hann heldur uppi fallegri bók sem ég fékk í afmælisgjöf…
Svo skiptir maður bara út og skellir uppáhaldsbókunum sínum upp til skrauts, nú og svo er maður miklu viljugri að flétta bókum sem eru aðgengilegar…