Vóó mín bara búin að vera í löngu fríi frá bloggi og dúlleríi 😉 En nú er konan komin í stuð og þegar glöðu litir páskanna hurfu aftur ofan í kassa, nú þá langaði henni í eitthvað fjörugt í staðin. Ég rakst svo á falleg turkislituð kerti sem langaði ógurlega með mér heim. Það leiddi mig svo í samskonarlituð handklæði og baðmottu sem urðu mér líka samferða heim! hér eru svo myndir af dýrðinni og ég veit þið verðið mér sammála að liturinn er yndislegur 🙂
Hvað segið þið er þetta ekki bara nokkuð glaðlegt, svona inn í vorið 🙂











Skildu eftir svar við Nína Hætta við svar