meira af ljósum

…og hér koma fleiri myndir af ljósum 🙂

 

Þessi er þæfð og mótuð með bjöllulagi. Síðan saumaði ég á hana litlar myndir sem ég hafði prentað á „straupappír“ og strauað á efni…

…sko

…og önnur…

…gamaldags og krúttlegt!

stjarnan er gerð á pappír sem ég hafði prentað á nótur, svo málaði ég pappírinn með matarlit og bar síðan á hann matarolíu! þá kemur þessi skemmtilega áferð á pappírinn og…

…þessa gerði ég með börnum í leikskóla, liturinn verður svo fallega skær. Eins væri sniðugt að prenta sætar myndir af uppáhalds fígúrunni þeirra á pappírinn áður og mála svo 🙂

Þessi sem er úr eggjabökkum og sómar sér vel hvort sem er í leikskólanum eða heima. Hún kemur ótrúlega skemmtilega út.. „blómunum“ er dýft ofan í vatn með matarlit í  eða bleki og svo þurrkað. skreytt  með tjulli…

…bara sæt!

Þessi er úr „kökuservíettum“ sem klippar eru til og mótað er kramarhús.  Flott um jólin 😉

þessi er svo þæfð í þurrkaranum og er í sauðalitunum!                                                               jæja látum nú þessari ljósa-seríu lokið í bili en tendrum endilega  kósý ljós í rökkrinu…

Kveðja Gunna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s