sunnudagur er sólardagur sálarinnar…

Ég á svo flotta járnkertastjakakrónu sem mig hefur þó langað um nokkuð skeið, mjög mikið til að prófa að mála hvíta. En ekkert orðið úr. Jæja en um daginn þegar ég var að skoða flotta síðu á facebook http://www.facebook.com/FranskaLiljan  þá sá ég að þarna var hugmynd fyrir mig. En eins og með margt annað þá varð ég að gera dulítið öðruvísi en átti að gera 🙂  Ég tók hvíta akrílmálningu og svo barnapúður (einn á móti einum) og smá vatn, þessu hrærði ég vel saman og útkoman varð hálfgerð kalkmálning.  í upprunalegu uppskriftinni átti líka að vera hvítt föndur- eða trélím en ég sleppti því. En lítið nú á og dæmið sjálf…

hér er´ún fyrir og eftir…

…flott ekki satt?

                     nú þegar frúin kemst í ham þá getur fátt stöðvað ´ana.    þessi spegill fékk líka andlitslyftingu, því ég átti  „tréskraut“ sem fékk smá „púðurmálningu“ á sig.

sko allt annað að sjá ´ann

merkilegt hvað það þarf lítið til að dubba uppá.

eeeen þessi er sko algjör drottning!!!!

kveðja að sinni Gunna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s