Haustið og ljósin sem því fylgir heilla því allt verður svo mjúkt og maður verður eitthvað svo slakur eftir erilsaman dag. Eldhússkotið mitt er svo kósý og þar er notalegt að sitja í rökkrinu og gera ekki neitt…
ummm…
Þennan bekk keypti ég fyrir möööörgum árum síðan og þá var hann lútaður, frúin hvíttaði hann fyrir all löngu síðan.
alltaf notalegur…
…en nýjasta breytingin er þetta skraut sem ég keypti í Föndru um daginn og hvíttaði það og límdi síðan á bekkinn. Dubbar bara heilmikið upp á´ann 🙂
að sjálfsögðu er þetta svefnherbergisglugginn minn, það sést á stöfunum…
Stóru pappastafina keypti ég í Föndru og málaði svo gyllta.
Kósýheit…
fótamyndir af ömmukrílum…
…og fleiri
Frmraunin að púðagerð. Ég tók þessa „gömlu“ mynd sem ég á af okkur hjónunum, þar sem við erum örugglega um ca 2 ára gömul. krúttlegt! prentaði hana út á „efnispappírinn“ og þetta kemur bara nokkuð vel út.
ljúfar kveðjur úr rökkrinu