Þar sem kertatíminn er runninn upp þá má ég til með að skella inn nokkrum kertamyndum hér á síðuna mína…
hér prentaði ég út „gamlar“ myndir og hitaði þær síðan á kertið…
…og eins hér…
…líka hér 🙂
hér prentaði ég svo út mynd af elsta barna barninu mínu og skellti ljóði með…
þetta er svo sniðug lausn fyrir „gömlu“ gulnuðu kertin. maður setur bara smá akríl lit í lófann og tekur síðan efst utan um kertið og snýrð eins og skrúfu þannig að mynstur myndast! bara snilld 😉
gömul eða ný nótnablöð…
hér prentaði ég fyrst út nótnablað og síðan „gamlar“ myndir ofan í
jólaservéttur hitaðar á kerti…
…
…
þetta eru svo úrklippur úr Morgunblaðinu sem ég fann á timarit.is. á öðru kertinu eru auglýsingar síðan 16. maí 1963 þ.e fæðingardegi mínum en á hinu frá fæðingardeginum hennar mömmu. sniðugt að gefa svona kerti 😉
kveðja að sinni Gunna
Sæl
Ég er mjög forvitin að vita hvernig þú hitar myndirnar á kertin, Ertu til í að deila þeirri vitneskju?’
Kv María
Líkar viðLíkar við
Sæl María
kertin hef ég hitað bæði með hárblásara og með sérstökum föndur-hitablásara. Ég hef alltaf smjörpappír utan um á meðan ég hita, það er auðveldara þar sem maður getur betur strokið og jafnað vaxið út!
kv. Gunna
Líkar viðLíkar við