Jæja þá er páskaskrautið komið í geymslu og því er upplagður tími til smá tilfæringa, þrífa glugga, sem sólin er farin að sína ískyggi hve skítugir eru og fl. vorverk 🙂 ég arkaði af stað með tusku og myndavél. Hér eru myndirnar mínar…
sólin var farin að bræða kertin sem voru í glugganum svo ég er að gera tilraun með svona dropalöguð kerti…
rósirnar mínar eru eins og öll önnur blóm hér á heimilinu gerfi, enda þau einu sem „lifa“ í minni umsjá…
Kertið mitt er „pakkað“ inn í venjulegann ljósritunarpappír, sem ég prentaði gamla fallega mynd á…
Sumargjafir sem eiga eftir að komast í réttar hendur, pakkaðar inn í bokkupoka“ úr ÁTVR sem ég skellti í prentarann til að fá skreytingu á þá…
Sumarkveðja Gunnan








Skildu eftir svar við gunnabirgis Hætta við svar