Ég var svo heppin að eiginmaðurinn keypti æðislega skó, sem hann ætlar að gefa mér í afmælisgjöf 🙂 En eins og allir vita eru ýmsir fylgihlutir nauðsynlegir hverri konu s.s. eins og t.d. veski og þá helst í stíl!!! Og enn elti heppnin mig, því ég á léttlopa í alveg sömu litum og eru í skónum, nú svo ég bara dreif mig í að fitja uppá prjónana og prjónaði litla, en hina fínustu tösku, sem ég skellti bara í þvottavélina mína góðu, sem svo sá um að þæfa veskið fyrir mig! Kíktu á…
taskan fyrir þvott og svo á eftir hjá skónum mínum flottu
kveðja Gunnan
Vá flott !! er einhver uppskrift af þessari fínu tösku??
Líkar viðLíkar við
Takk Arna mín, en nei engin uppskrift, ég fitjaði bara upp á 70 lykkjur á prjóna no 5 og svo prjónaði aðeins stærri en ég vildi að taskan yrði og þá gerir maður lokið og haldið. hendir í þvottavél á 40°C með brúnsápu 🙂
Líkar viðLíkar við