Gleðilegt sumar!

Jæja þá er páskaskrautið komið í geymslu og því er upplagður tími til smá tilfæringa, þrífa glugga, sem sólin er farin að sína ískyggi hve skítugir eru og fl. vorverk 🙂 ég arkaði af stað með tusku og myndavél. Hér eru myndirnar mínar…

sólin var farin að bræða kertin sem voru í glugganum svo ég er að gera tilraun með svona dropalöguð kerti…

rósirnar mínar eru eins og öll önnur blóm hér á heimilinu gerfi, enda þau einu sem „lifa“ í minni umsjá…

  

Kertið mitt er „pakkað“ inn í venjulegann ljósritunarpappír, sem ég prentaði gamla fallega mynd á…

 

Sumargjafir sem eiga eftir að komast í réttar hendur, pakkaðar inn í bokkupoka“ úr ÁTVR sem ég skellti í prentarann til að fá skreytingu á þá…

Sumarkveðja Gunnan

3 athugasemdir við “Gleðilegt sumar!

  1. Dásamlega fallegar myndir! Ég var búin að ætla að spreyja svona mottu til að hafa sem „rúmgafl“ en sé núna að hún er auðvitað þvílíkt listaverk úti í glugga 🙂 Flott hvernig þú nýtir og skreytir bréfpokana, ég hefði nú ekki haft hugmyndaflug í að setja þá í prentara…!
    Æðislegar uppstillingar, blúndan, keflin, töskurnar, gamla bókin, kassinn og bara allt saman, bara dásamlegt.
    Mig langar að spyrja þig út í útskorna kassann með haldinu sem er í glugganum, ég á nefnilega eins svona kassa sem ég fékk ómálaðan á flóamarkaði en veit ekki um upprunann, veist þú hvaðan þessir kassar koma?

    Bestu kveðjur úr Eyjafirðinum,
    Kikka

    Líkar við

  2. Hæ Kikka
    Kassinn minn er nú engin antik 🙂 ég fékk hann fyrir einhverju síðan í e.h. blómabúð, hann er einn af þessum hlutum sem bókstaflega hafa beðið mig um að kaupa sig 😉
    kv. Gunna

    Líkar við

    1. Hæ aftur og takk fyrir skjót svör! Mér fannst minn svo skrítinn svona ómálaður, var að velta fyrir mér hvort einhver væri að smíða svona úr MDF plötum en sennilega hafa þeir bara verið fluttir inn svona, ekkert smá flottir 🙂

      Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s