Ég á ofsalega fallega sokka sem hún Gunna amma mín prjónaði handa mér fyrir mööööörgum árum. En fyrir líka möööörgum árum var ég búin að slíta sokkunum svo að ég varð að stoppa í þá, sem var nú ekki voða lekkert hjá mér. Síðan þá hef ég alltaf verið á leiðinni að prjóna nýja leista og núna loksins aftekaði ég að ráðast í verkið 🙂 endilega kíkið á…
Ég byrjaði á því að klippa leistana af sokkunum, tók síðan upp lykkjurnar…
…og til að milda skilin prjónaði ég blátt mynstur á skilunum því hvíti liturinn var sko örlítið hvítari!! Rjúpnamynstrið eru svo krúttilegt og litirnir afskaplega fallegir í sokkunum! Ég er bara reglulega ánægð með útkomuna á nýja leistanum mínum!!
Kveðja Gunnan