Jæja þá er skollið á laaaaangt frí og nægur tími verður vonandi í ýmis skemmtileg „verkefni“ ég hef verið að hekla nokkrar litlar páskakörfur á greinar og eru þær bara krúttlegar. þegar körfukvótinn var fullnýttur þá varð ég að prófa að gera þennan „bjöllu-unga“ og hann er voða sætur svona á grein…
Hér eru gömul græn kerti úr kertakassanum mínum góða, ég fann hjá mér mikla þörf til að dubba smá uppá þau með litlum ungum af servíettu!
kertakrónan í stofunni fékk líka smá grænan lit eins og svo margt annað hér á heimilinu…
og kertið líka 🙂
þessi voðalega sætu flotkerti fundu mig í Blómaval og að sjálfsögðu bauð ég þeim heim með mér!
þessi „dúkur“ með krúttlegu ungum er prentaður með þekjulit og textilblöndu, með blöðru og teiknað síðan á með tússi!
ooohhh svo dætir…
Kveðja Gunnan