Sunnudagur til sælu…

Helgin mín fór í ferðalag og því gafst lítill tími til dundurs, en þó var hægt að skella sér í smávæginlegar breytingar 🙂

gamlir blómapottar fengu smá andlitslyftingu og oft þarf ekki annað en…

…smá blúndudúllerý.

Flottur bakki frá R.L design á 300 kr, en þó dulítið litlaus með „drullulituðum“ dúk 😦 …

… og þar sem páskarnir og vorið eru að nálgast, var græni matarliturinn og smá edik sett í fat og dúkurinn látinn gossa ofaní, sprey-brúsinn dreginn framm og bakkinn spreyjaður…

…og hér er útkoman bara nokkuð líflegri 🙂

Þeir hjá R.L design, luma á ýmsu skemmtilegu ef vel er að gáð. Ég datt t.d. niður á þennan sæta spegil sem hreinlega bað um að koma með mér heim og hann bara smellpassar!!

Hér er kerti með mynd af Birgittu Brá minni, í Holtsfjöru í Önundafirði. Bara prenta út mynd á prentarapappír,  því skellt á ljóst kerti og það er bara yndislegt að sjá þegar falleg birtan berst í gegn, ég læt þessa mynd fljóta með svona í restina…

Kveðja Gunna

2 athugasemdir við “Sunnudagur til sælu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s