Við lítinn vog, í litlum bæ er lítið hús…

Jæja þá er ég mætt aftur við tölvuna, eftir frábæra ferð á Ísafjörð, þar sem maður fékk að knúsa svo marga… 🙂 svo var pakkað restinni af dótinu og það flutt til „Egils-Daðaog það er sko aldrei að vita nema að í kössunum leynst ýmsir gullmolar sem þyrftu smá hressingar við! Bara spennó🙂 En ég átti nokkrar myndir frá því um daginn þegar ég fór hamförum um húsið og myndaði eitt og annað, sem er inn hjá mér  þessa dagana 😉

Gamalt verkfærabox sem átti að henda fyrir nokkrum árum en ég krækti mér í það og fór með heim (eins og svo margt annað)!

Klósettglugginn minn með Vanillu-Epsonbaðsaltinu og kertaljósum…

…Gamall hárbursti frá Gunnu ömmu og lítil skrín sem ég hef sankað að mér þegar ég leggst í ferðalög erlendis 🙂

…lítill fugl „kroppar“ í gömlu „mínútu-lestrarblöðin“ sem maður kepptist við að lesa í skólanum hér í denn…

…gamli síminn er dulítið stærri en sá nýji…

...ég er alveg hugfangin þessa dagana af þessum keflum sem gerir flottar blúndur að stofustássi og nýji smádótakassinn minn er líka æðislegur:)

Tvær gamlar og góðar frá mömmu, og svo skemmtilega vill til að bókin „Litla kvæðið um litlu hjónin“ er gefin út af Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Ísafirði árið MCMXXVII 🙂

Þessi er sko gamall og var mikið haft fyrir að eignast hann.  Fundum hann á öskuhaugunum fyrir ofan Borgarnes fyrir margt löngu, hann var ekki fallegur og ég átti ekki að fá að taka hann með! En ef maður nauðar bara og suðar nóg og lengi nú þá…      …nú og svo gerði ég glermynd á´ann

Skólahornið og bjöllusauðir…

2 athugasemdir við “Við lítinn vog, í litlum bæ er lítið hús…

  1. Þetta er svakalega fallegt hjá þér Gunna mín. Takk fyrir heimsóknina og knúsin. Sendu þeim á hugmyndir fyrir heimilin, nokkrar myndir og tillögur.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s