Flokkur: sniðugar hugmyndir

  • …úr trjádrumbaplöttum

  • …ég var að taka græðlinga frá þúsundbarnamömmunni og vantaði eithvað fyrir „börnin“. Ég er með nespressokaffikönnu og það falla nokkur hylki til við kaffidrykkju heimilisins. Ég tæmdi því hylkin tók kaffið og blandaði saman við mold og fyllti síðan aftur í hylkin ásamt afleggjara. Nú er bara að koma „börnum“ til nýrra uppalenda….

  • …við smíðuðum stiga til að setja inn á baðherbergið okkar, bæði upp á punt og undir ýmislegt.

  • …ég klippti niður blúndugardinur og litaði þær siðan svartar. Þær verða í sólstofunni í sumar…

  • …þegar við settum upp hillu í ganginum hjá okkar um daginn þá þurftum við að saga smá búta af sitt hvorum megin af hillunni til að hún passaði. Litlu bútarnir voru svo tilvaldir til að gera úr litlar kertahillur….

  • …skiptir öllu máli sérstaklega þegar maður á mikið til af allskyns dóti og skrauti. Svo til þess að losna við að róta í kössum eftir hlutunum þá er ég dugleg við að merkja allt. T.d jólaskrautið mitt þar fer nú upp eftir ákveðnu skipulagi á aðventunni og þá er nú betra fyrir alla að Frúin…

  • Ég skrapp til Grikklands í maí í yndislega gyðjuferð með 15 flottum konum og þegar maður stígur fæti á framandi slóðir þá er maður svo gjarn á að taka heim með sér minjagrip… og það geri ég!! Ég keypti mér grískan „steinkall“ og svo var ég svo heppin að vinkona mín sem var með í…

  • …því ég keypti mér svo flottar gúmmímottur í Evitu í fyrra, sem pössuðu svo ekki alveg í það sem ég ætlaði þeim. En svo kom til mín hugmynd sem ég varð að prófa… flottir? -ég er samt mikið að spá í að hvítta þær… 😉

  • Ég er me’ð eldhúsglugga sem er lægri en eldhúsinnréttinginn og það hefur stundum pirrað frúnna. En svo fékk ég alveg þrusugóða hugmynd eitt kvöldið þegar ég átti að vera að læra… hvað ef ég notaði gömlu brotnu skógrindina úr IKEA -sem beið í kjallaranum eftir að verða hent? Og viti menn þetta gekk alveg upp,…