Ég skrapp til Grikklands í maí í yndislega gyðjuferð með 15 flottum konum og þegar maður stígur fæti á framandi slóðir þá er maður svo gjarn á að taka heim með sér minjagrip… og það geri ég!!
Ég keypti mér grískan „steinkall“ og svo var ég svo heppin að vinkona mín sem var með í ferðinni gaf mér æðislega „gyðju“ eiginlega í stíl nema að kallinn var einlitur en konan flott máluð. Ég ákvað að hressa aðeins upp á kallin og er bara nokkuð sátt með útkomuna…







