recent posts
about
Flokkur: kjólarnir mínir
-
Kjóll vikunnar er sko alveg flúnkunýr eða svo gott sem 😉 þetta er skokkur gasalega lekkert og þæginlegur og hann fæst í Flash eins og svo margir aðrir kjólar sem ég á… …ég elska svona hálsmál… vúbbbss… það er eins og það sé endurskinsmerki á´onum en það er sko ekki!!! hann er flottur… þessi skokkur…
-
Kjóll vikunnar er mjöööööög seinn á ferðinni, ástæðan er að ég var búin að taka slatta af myndum af kjólunum mínum en svo týndust myndirnar mínar… En hér kemur ´ann og hann er sko rauður ❤ Þessi kjóll er meira svona spari… Bolurinn er útsaumaður, með perlum og pallíettum á voða lekkert… kveðja þar til…
-
Jæja kjóll vikunnar er orðinn frekar gamall en hann var síðkjóll og ég stytti hann, því þannig varð hann meira notaður. Efnið er svolítið skrítið eiginlega eins og mjög þunnt apaskinn 😉 þessi kjóll er eins og allir hinir minn uppáhalds ❤ ég saumaði þessi axlabönd til að getað dubbað uppá kjólinn svona til spari……
-
Kjóll vikunnar er mættur á svæðið skoðum hann… Þessi er sko léttur og þæginlegur, hann er líka mikið uppáhalds ❤ Kjóllinn er eiginlega bútasaumskjóll, gerður úr allskonar efnum og blúndum… ❤ gasalega lekkert og gott snið 😉 Kjólinn nota ég hvundags enda er hann svo þæginlegur til að skottast í… Það fer nú að…
-
Kjóll vikunnar er rauður skokkur, gasalega léttur og þæginlegur…<3 …svo gerði ég líka þetta flotta hálsmen við´ann… … …vúúúúú… kjóllinn er mikið notaður og mikið uppáhalds… ❤ ❤ ❤ kjólakveðja úr hrauninu í firðinum… Gunna
-
Svartur og smart, þannig er kjól vikunnar best líst 😉 Ég á reyndar annan alveg eins kjól, nema hann er rauður ❤ Kraginn er mjög flottur og klæðilegur… uppáhalds!!!!!! ❤ ❤ ❤ flott að leika sér með liti við þennan kjól, en rautt verður þó ansi oft fyrir valinu… Kveðja út í nýja viku! Gunna
-
Í dag er það sko „Leðurkjóll“ í boði hússins… 😉 eða þannig sko… Þessi kjóll er voðalega mjúkur og næs, hann flokkast í svona betri fataflokkinn, held ég… skrautlegur… Sorrý en sunnudagurinn kom degi of seint á þessum bæ 😉 kv. Gunna
-
Kjóll vikunnar er af mér eins og hinir kjólarnir, nema hvað þennan hefur frúin ekki farið í í möööörg ár 😉 Ég keypti mér lítla gínu í RL um daginn og ákvað að skella einum að „gömlu“ kjólunum mínum á hana… ❤ Þennan kjól notaði ég síðast fyrir ca 50 árum eða svo…. Kjóllinn er…
-
Sunnudagur enn og aftur. Því er kjóll vikunnar mættur, rauður og sætur ❤ Kjóllinn er úr þunnu efni, léttur og þæginlegur… svo eru blúndur hér og þar 🙂 Svört áprentuð blómin setja svip á kjólinn ég elska rautt… ❤ Kveðja Gunna 😉
-
þar sem sólin skín í dag inn um gluggana og minnir óþarflega á að þurrka þurfi af 😉 þá er það sumarkjóll, sem er kjóll vikunnar að þessu sinni. þessi er sko gasalega þæginlegur og sætur… Hálsmálið er mjög smart og hlýrarnar rykkjast skemmtilega yfir axlirnar… ég bara elska svona pífur og puff… Hálsmenið sem…