Ég prófaði að gera eina uppskrift af karamellu sem að upprunalega kemur frá Maríu Kristu í Systur og makar og ég er að segja það, að karamellan var himnesk… ♥️
Ég á svo falleg sílikonmót sem ég ákvað að nota…Hellti smá í……stráið yfir hluta, smá piparlakkrísdufti og hinum megin muldar saltaðar möndlur… og hellti svo smá karamellu yfir allt…Restin var svo bara orginal karamella….
Ég er sko ekki að grínast með hve góð þessi karamella er… meira að segja karlpeningurinn á heimilinu, sem voru nú mjög efins, en júbbb þeir voru hissa yfir útkomunni!