Í dentíð voru húsmæður duglegar á þessum árstíma að sulta og nýta bara allar þær afurðir sem náttúran gaf eftir gjöfullt sumar… Frúin í T14 sem er afskaplega litið fyrir köngulær sem oftar en ekki eru að þvælast í nátturunni og virðast alltaf vera með ættarmót á þeim stöðum sem hægt er að nálgast t.d ber…. nú Frúin tók þvi bara léttari leiðina og fór klifjuð heim berjum og sveppum frá nýjasta „íslandsvininum“ Costco.
Eitthvað verður svo að gera við forðann…
Fyrst var að sulta jarðarberin… Ég setti 500 gr jarðarber, 300 gr sultusykur og 1 vanillustöng (sundurskorin og fræin skorin úr og sett útí) og smá vatn í pott. suðan látin koma upp og sjóða þar til berin eru orðin mjúk svona 10 – 15 mínútur. Eg notaði töfrasprota til að mauka þetta allt saman. En þeir sem vilja hafa berin heilleg sleppa því. Krukkurnar sótthreinsaðar i ofni (hitað upp í 100 gráður krukkurnar hitaðar með ofninum) og sultutauið sett i þær heitar og lokað strax!
Ég sneiddi niður restina af jarðarberjunum og frysti til að gera t.d mjög góðan jógurtís sem er mjög fljótgerður og hægt er að borða strax… Í hann fer 250 gr. frosin jarðarber eða annar frosinn ávöxtur (mér finnst t.d mangó svakalega gott líka) 250 gr grísk jógúrt og smá sæta að eigin vali t.d er jarðaberja Walden Farms sýrópið mjög gott i þessa uppskrift. Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og maukað vel. Svo er bara að gæða sér á góðgætinu, nú eða setja í litlar dósir eða möffinsform og eiga í frysti 😉
Hér fyrir neðan er reyndar mynd af brómberjajogúrtís… hann er dulítið súrari 😳 En góður samt…
Svo voru það 1 kg. af sveppum sem voru steiktir í smjöri og settir í poka og fryst. Alltaf gott að geta gripið til þeirra í súpu, sósu eða einhverja góðra rétta svona síðar…