Ég tók upp nokkra stilki af Vínrabbabara úr garðinum mínum, en hann er rauðari sko rabbabarinn 😉 og gefur fallegri lit á hlaup og sýróp. Það er líka smart að blanda þessum „venjulega“ með svo maður fái aðeins meira af þessu góða hlaupi, því liturinn er það sterkur…
Rabbabarasýróp
½ kíló af vinrabbabara
2-3 dl vatn
1 vanillustöng, skorin eftir endilöngu
1/2 kg. Sykur
Aðferð:
Allt sett í pott og soðið þar til skorinn rabarbarinn er orðinn vel mjúkur eiginlega bara grautur. Gumsið síað gegnum sigti eða klút, þá fást ca 3-5 dl af vökva.
½ kg af sykri soðið saman við vökvann í þar til það fer að þykkna og verða sýrópskennt, kælt og sett í krukkur eða sætar flöskur. Notað með ís og á pönnukökur eða bara í Mojito..
Ef maður er ekki með vínrabbabara þá myndi ég nota smá rauðan matarlit til að fá sýrópið fallega rautt…
Rabbabara-og chillihlaup.
1 kg vínrabbabari
1 1/2 bolli vatn
1 1/2 bolli eplaedik
750 gr sykur
3-5 rauð chilli stór
5-6 tsk Hleypir, ég nota þann rauða
Skera rabbabarann í bita, sjóðið í vatninu og edikinu í ca 20 mín eða þar til hann verður grautur. Gumsið er þá síað frá.
Úr þessu verður u.þ.b 0,8 líter af safti. Sett í pott ásamt smátt skornu og fræhreinsuðu Chilliinu, (ég set þó alltaf smá af fræjum með því þá verður þetta aðeins sterkara…) og sykrinum soðið í 10- 15 mín. Þá fer ég með töfrasprota og mauka vel chilliið. Sultuhleypirinn settur í og soðið upp á hlaupinu í ca 1 mín og hræra vel í á meðan. Sett í krukku og látið hlaupa áður en krukkunum er lokað…

Njótið nú vel…