jabb Frúin fór eins og fyrr hefur verið getið á námskeið hjá Fablab og lærði þar listina að leika sér með tæknina…
Nú þar sem títtnefnd Frú býr í gömlu fallegu húsi og á marga fallega gamla hluti, þar á meðal mörg falleg loftljós nú þá langaði hana að gera límmiða-rósettu í loftið…
Þegar munstrið var fundið og ýmsar lagfæringar á línum var lokið, þá var loksins hægt að prenta út þessa fallegu gylltu rósettu!
Hér eru fyrir og eftir myndir…
Hér er rósettan mætt í hús og Frúin orðin óþreyjufull að komast í verkið…
…og pufffff þetta var sko eitthvað sem reyndi á þolinmæði Frúarinnar… -en hafðist fyrir rest!
Sko bara er þetta ekki bjútí? Frúin er allavegana kát með´etta og er þá hægt að biðja um meir…
Það gæti líka verið sneddý að setja límmiðarósettuna á hring-tréplötu og svo skella henni svo upp í loftið…
njótum dagsins





Skildu eftir svar við gunnabirgis Hætta við svar