já hér eru sko heilu snjókornaskaflarnir -innandyra. Ég fór á námskeið hjá Fablab og lærði þar að gera snjókorn úr plexígleri…
Sko bara allar stærðir!!
Ég valdi mér að gera úr sandblásnu plexígleri þannig að kornin eru eins og þau séu hrímuð…
Svo fannst mér platan sem varð eftir ekki síðra skraut, -en auðvitað gat flumbran ég brotið hornið af henni. en því verður reddað 😉 Fallegt ekki satt???
Ég gerði líka dálítið annað á þessu námskeiði, dulítið mjög spennandi. En það kemur síðar -það er í vinnslu 😉 njótum helgarinnar…