Ég á svo fallega kökudiska frá Litlu garðbúðinni, sem mér finnst svo smart að bera fram litlar kökur á. Ég hef þó aðalega búið til litlar ostakökur sem passa akkúrat á diskinn. Í dag ákvað ég þó að prófa að baka nokkra litla brúna botna til að frysta og svo ef einhver kíkir í kaffi, nú þá er þetta enga stund að þiðna… sniðugt ha…
Sko ég á bæði hvítan og bleikan kökudisk, mér finnst þeir algjört æði…
Ég var líka svo heppinn að rekast á þessi litlu smellukökuform í Húsasmiðjunni í sumar, en kökur úr þeim passa akkúrat á diskana. Heppin ég…
…sko fyrsti botninn mættur út úr ofninum…
…en svo klauf ég botnana í tvennt með tvinna, svo ég gæti líka sett krem á milli…
…en heppin var með okkur því sú síðasta varð svona líka „fjarskafríð“ að hún fór ekkert í frystirinn. Hún þótti ekki gestahæf, hún varð því smökkuð með ískaldri mjólk. Ummm og bragðaðist bara nokkuð vel!