í dag ætla ég að segja ykkur frá leyndarmáli sem á að fara í jólapakka til lítillar ömmustelpu.
Ég prjónaði sem sagt þennan sæta kjól á yngstu ömmuskottuna mína og mér finnst vagninn framan á toppa þetta allt saman…
sko það á að vera prjónuð dúkka í vagninum en hún varð svo stór og klunnaleg að amman var ekki sátt, svo að hún töllti sér út í búð og keypti bara dúkku sem passar prýðilega ❤
sko bara…
blúndan neðan á setur fallegan svip á kjólinn…
Amman bíður nú bara spennt eftir að sjá litlu skottuna sìna ì kjólnum ❤
Jólaleyndamál ùt í daginn…. Usssssss
kveðja Gunna