Áfram heldur tilraunastarfsemin hjá Frúnni. Nú komst hún yfir nokkra kringlótta glerplatta 😉 Svo sá konan fallega snjókornakransa úr pappír í Föndru á kynningarkvöldinu góða, sem Frúnni fannst passa svona líka akkúrat -heppin ha!
Glerplattarnir sem mér voru gefnir eru í 2 stærðum, en ég notaðist við stærri týpuna…
Pappírskransarnir er svakalega fallegir og úr þykkum glansandi pappír. Ég notaði MOD úr Föndru til að líma þá á glerið…
…hér er beðið eftir þurrki… 🙂
…svei mér þá ef mér finnst þetta ekki bara koma nokkuð vel út…
…dökkur bakgrunnurinn skerpir myndina…
…Svo nú er bara eftir að setja gyrni í glerið og svo fara plattarnir í stofugluggann minn með dúkunum mínum… spennó að sjá hvernig það kemur út!
Ég set svo inn myndir af herlegheitunum þegar allt er komið á sinn stað í gluggann…
Kveðja út í ljúfan vetrarmorgun, Gunna ❤