Jólavatnsflöskutilraun…

Ég fór á kynningarkvöld Föndru í síðustu viku og sá margt mjög spennandi. Eitt fór þó með Frúnni heim og það var voða sniðugt efni sem lætur mynd flytjast yfir á t.d. gler eða kerti 😉 nú Frúin bráðláta gekk í verkið eeeeeen ég verð að viðurkenna að þetta virkaði nú dálítið smartara í Föndru ha… :/

Hugmyndin var að gera „jólalega“ vatnsflösku…

IMG_3523

…nú hér er búið maka „líminu“ á mynd og flösku og búið að hita með hárblásara í mjöööööööög langar 10 mínútur!!!!

IMG_3524

Svo var það rúmum sólarhring síðar sem pappírsþvottavinnan hófst þ.e. það þarf að nudda pappírinn af! jájá skemmtilegt verk fyrir bráðláta eða þannig…

IMG_3539

….og möööööörgum nuddum og möööööörgum klukkutímum síðar, ég held að pappírinn ség bara endalaust að koma af flöskunni!!!!!

IMG_3541

þetta er staðan í dag, þetta verður bara svona langtímaverkefni með daglegu flöskunuddi, ég er sko viss um að myndin verður farin af áður en pappírinn verður horfinn… hefur einhver þarna úti reynt þetta trix????

IMG_3542

Bestu kveðjur út í daginn…   Gunna 🙂

2 athugasemdir við “Jólavatnsflöskutilraun…

  1. Sæl, ég hef gert svona á tré en það var mynd af manninum mínum og syni, kom rosalega vel út, prentaði myndina úr lazer prentara á venjulegan A4 pappír. Ég notaði mod podge límið, geymdi í sólahring og svo bleytti ég þvottapoka og setti það á myndina, nuddaði svo pappírinn af blautan, heppnaðist rosalega vel.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s