jæja nú er frúin búin að „dúka“ upp eldhúsborðið sitt…

Konan byrjaði jú á því að mála borðplötuna bláa og fæturna hvíta… úbbs en hún gleymdi að taka „fyrir“ myndir, sumum liggur svo á!!!

1

Kalkmálningin komin á, rosalega finnst mér þetta fallegur litur…

2

Gamall dúkur sem fannst í „þeim góða“  er dreginn framm og hann  gegnbleyttur í hvítri málningu , passa þó að hafa ekki of mikið né of þunnt… þá verður þetta bara klessuverk!

3

…ég fékk að láni nokkrar hendur til að hjálpa mér að leggja dúkinn strekktann á borðið…  og þegar dúkurinn var kominn á borðið rúllaði ég yfir hann með kökukefninu mínu 🙂

4

…málningardúkurinn minn…

5

Frúin búin að lakka yfir eina umferð… og er mjög spennt 🙂

6

… og tvær lakkumferðir komnar… -vona að það dugi, lyktin var mjöööög sterk…

7

Er dúkaða borðið mitt ekki  svakalega flott?

8

okey ég bara gat ekki hætt að mynda það…

9

„dúkurinn“ í nærmynd  ælovit ❤

10

Bestu kveðjur frá dúkamálaranum… 🙂

Posted in , ,

4 svör við “Dúkað borð…”

  1. Sigga Avatar
    Sigga

    En flott og sniðugt!! Hvar fékkstu gluggahlerana annars???
    kv
    Sigga

    Líkar við

  2. gunnabirgis Avatar

    Takk fyrir Sigga. Hlerarnir eru skápshurðir úr Ikea 🙂
    Kv. Gunna

    Líkar við

  3. Sigga Avatar
    Sigga

    Snilld, sá einmitt svona stakar skápahurðir á útsölunni og var að hugsa þetta, best að kíkja í útsöluhornið hjá þeim:) Takk fyrir skemmtilega síðu:)
    kv
    Sigga

    Líkar við

Færðu inn athugasemd