Ááááá laugardögum þurfum við að farí gott bað…

Fyrirsögn dagins er úr lagi sem sungið er á leikskólanum „mínum“ og er svooo skemmtilegt. En laugardagar voru baðdagar hér í denn, fólk sullaði þá ekki alla daga í vatni eins og við gerum í dag 🙂 Í tilefni af því langar mig að sýna ykkur dulítið sneddý sem ég gerði um daginn! Þannig er að mér finnst voða gott að setja salt út í baðvatnið mitt og nota ég þá ýmist salt frá Bláalóninu eða Epsonsalt. Eeeen stundum finnst mér vanta ilm í vatnið og ekki þætti mér verra ef sá ilmur væri vanillu… 😉 Ég prófaði því að  rista upp vanillustöng og hræra vanillukornunum saman við saltið og  ég skellti vanillustönginn bara ofaní líka, hva maður vill nú fá vanilluilm… saltið virðist að vísu svolítið „skítugt“ eeeeenn það ilmar vel ❤

2

Vanillubaðsaltið er smart til tækifærisgjafa, setja það í flottri krukku og hafa með lítla tréskóflu…

3

Frúin þarf að fara að draga fram annan lit á baðherbergið, bleikt er fallegt, en er svo mikið sumar…

5

nóg er nú til af ilmefnum út í bað frúarinnar… ælovit ❤

4

bæbæ bjútýbleiki… spennandi að sjá af hvaða litur verður dreginn framm…

1

Njótum nú öll helgarinnar… ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s