…ó já hvað er skemmtilegra en góð saga?   Ég er leikskólakennari og hef gaman af því að finna skemmtilegar sögur handa börnum. Öllum börnum finnst líka gaman að segja sögu 😉 og þá eru „sögusteinar“ skemmtileg tilbreytning!  Ennþá skemmtilegra er að leyfa börnunum að tína steinana sjálf og svo setjum við myndir á þá og þá er hægt að hefja sögustundina 🙂

Mig langar til að sýna ykkur hér nokkra af þeim „sögusteinum“ sem ég hef gert fyrir leikskólann minn og svo er líka gaman að eiga nokkra steina heima, fyrir börnin eða barnabörnin 😉 þetta er öðruvísi og ekki til í fjöldaframleiðslu eins og annað dót sem finnst í flestum barnaherbergjum…

best er að hafa steinana flata, og mála á þá ljósann grunn og ég svindlaði smá því ég „kóperaði“ myndirnar á með límlakki og þurrkaði svo pappírinn af með vatni…

sögusteinar1

Svo notaði ég bara tússliti til að lita, eeeeeen það er betra að hafa þá vatnshelda… ég klikkaði á því og tússið rann til með lakkinu sem ég setti yfir 😉

sögusteinar2

En það er vel hægt að segja sögu með þeim…

sögusteinar3

Það er bara gaman saman í sögustund 🙂

sögusteinar4

Vonandi gefur þetta einhverjum góðar hugmyndir.

Kveðja Gunna

 

Posted in ,

5 svör við “Sögu vil ég segja stutta…”

  1. Kristín Ingva Avatar
    Kristín Ingva

    Takk Gunna mín fyrir frábæra hugmynd. Þú ert bara sjálf svo frábær. Elska þessa síðu þína. Kveðjur að austan.

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      Takk Kristín mín! Knúsi knús á þig.

      Líkar við

  2. lbmaria Avatar

    Væri alveg til í að sjá smá kennslumyndir af því hvernig þú kóperar myndirnar. skil þetta ekki alveg, en finnst þetta mjög spennandi

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      HÆ HÆ
      prófaðu að skoða þessa færslu sem ber heitið dægrardvöl og er sett inn í apríl 2013 https://gunnabirgis.wordpress.com/2013/04/25/daegradvol þar sem ég er að kópera myndir á platta þetta er eins. ef þú er ekki að ná þessu eftir að hafa skoðað þar láttu mig endilega vita!
      Kv. Gunna

      Líkar við

  3. gunnabirgis Avatar

    Endurbirti þetta á Hvítar rósir og rómantík… and commented:

    Upprifjun…

    Líkar við

Skildu eftir svar við gunnabirgis Hætta við svar