Men at lunch

Ég sýndi ykkur um daginn kerti sem ég hafði sett mynd utan um. Þessi mynd var að verkamönnum í matarhléi uppi í háhýsi eða réttara sagt á byggingarbita… ég gerði 2 aðferðir til að „kópera“ myndina yfir á púða. Skoðum málið…

sú fyrri þarf miiiiiikla þolinmæði!!! maður finnur bómullarefni sem prenta skal á og prentar út myndina á venjulegan pappír. því næst dregur maður upp límlakk ég notaði MUD…  og svo góðan pensil!

1

næst þekur maður myndina með lakkinu og nota vel af því 😉 síðan skellir maður myndinni ofan á efnið og strýkur vel yfir svo öll myndin leggst að.  þetta er látið þorna í 1 sólarhring. Þá hefst vinnan við að nudda pappírinn af 😉 ég bleitti vel í pappírnum og lét standa á honum í 3-4 mínútur þá var auðveldara að ná pappírnum af! ég þurfti að gera 2 umferðir af nuddinu en lét alveg þorna á milli!!!!

2

svo eru herlegheitin hengd upp til þerris og svo er straujað yfir. Myndin kom bara mjög vel út, en þessi aðferð er maus!

3

svo saumar maður bara púðann sinn saman 🙂 ég gerði fyrst prufu með litlum myndum og gerðist heldur bráðlát og bleytti upp í pappírnum of fljótt, þess vegna nuddaðist hluti af bambanum í burtu, passið ykkur á því 🙂

4

hinn púðinn var bara „písofkeik“ þar prentaði ég á straupappír (pappír sem maður prentar á og straujar síðan yfir á efni) ég var með 2 arkir svo ég þurfti að skeyta myndina saman, en það tókst bara nokk vel samskeitin  hrópar alls ekkert á mann!! Eða hvað finnst ykkur?

8

Munurinn á myndunum er að, límda myndin er grárri en sú sem er straujuð á…

13

Ein svona auka, ég er svoooo ánægð með þessa púða!  Ég lauma líka með tveimur kertum sem ég setti utan um og ég er líka ánægð með 😉

9

Njótið nú helgarinnar kv. Gunna

7 athugasemdir við “Men at lunch

  1. Blessuð, flott síðan þín…. vantar smá upplýsinar með að koma myndum á efni.
    Hef prufað að gera svona með því að nota ákveðinn pappír í prentarann og prenta svo út og strauja á…
    Þurfti að prufa mig áfram með það hita á járninu, dumpa rétt o.fl.
    Straupappírinn er það ein og hefur verið selt í föndurbúðum bæði Litum & Föndri og Föndurlist…
    En er hægt að því þetta. Ég hef nefnilega prufað að því svona púða með mynd á og finnst alltaf dofna aðeins – ekki suðuþvottur tek fram.

    Svo hin aðferðin – seturðu mod-podge bæði undir og yfir myndina og hvernig pappír notarðu þá?

    Líkar við

    1. Sæl
      Takk fyrir það 🙂
      þegar ég færi mynd af pappír sem er bara venjulegur 80 gr. ljósritunarpappír þá set ég mod-ið bara á myndina (pappírinn) og skelli því bara ofan á efnið. svo set ég t.d. viskustykki ofaná og strauja létt yfir bara til að slétta allt saman. svo læt ég þetta þorna í sólarhring og nudda þá pappírinn af með vatni…
      annars finnst mér straupappírinn minnsta vesinið ef ég vill koma mynd yfir á efni…
      vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
      kv. Gunna

      Líkar við

      1. ok þannig að þú gerir þetta eins og þegar maður er að vinna kertin og þá meina ég notar ekki eldtefjandi Kerzen potch heldur gamla góða Mod-id…
        Svo ég tali eins og í Philadelphiu myndinni „Explain this to me as a 5 year old?“

        a. prenta mynd á venulegan pappír
        b. set mod-id á pappír að neðan ekki satt
        c. set á t.d. koddaver – set viskastykki yfir og straujar svo á litlum hita, læt þorna
        d. nudda af ? seturðu þá mod-id yfir líka?

        ertu sátt við þessa aðferð eða mælirðu með henni?
        Er straupappírsaðferðin ekki betri?
        + hefurðu þvegið kodda gerðan með þeirri aðferð
        Klæjar nefnilega í fingurna að gera svona – hef prufað að nota tússliti + skapalón og búa til „Heima er best“ og logo – en hef aldrei þvegið hann eftir „makeoverið“… og svo er ég með smá hreindýradraumskodda í huga en vil að myndin sé „föst“ og hægt að þvo þó ekki sé nema í höndunum…..

        Líkar við

      2. hehehe… ég mæli með straupappírsaðferinni frekar þar sem þessi er bæði „subbuleg“ og lengi að gerast – ég er kannski bara svona óþolinmóð 😉 þegar ég þvæ svona straupappírskodda hef ég rönguna út og þvæ á viðkvæmt!

        Líkar við

      3. Takk fyrir það… mun nota struapappírsaðferðina – á plakat frá New York og hefur alltaf fundist myndin Men at work flott þannig að ég myndi gera eitthvað í þeim dúr. hafði ekki „fattað“ fyrr en ég las bloggið þitt að auðvitað er hægt að nota 2 bloð hlið við hlið og fá þannig mynd á svona langan og mjóan púða

        Fannstu hana á Pintarest eða? ef ég má spyrja……

        Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s