Ég sýndi ykkur um daginn kerti sem ég hafði sett mynd utan um. Þessi mynd var að verkamönnum í matarhléi uppi í háhýsi eða réttara sagt á byggingarbita… ég gerði 2 aðferðir til að „kópera“ myndina yfir á púða. Skoðum málið…
sú fyrri þarf miiiiiikla þolinmæði!!! maður finnur bómullarefni sem prenta skal á og prentar út myndina á venjulegan pappír. því næst dregur maður upp límlakk ég notaði MUD… og svo góðan pensil!
næst þekur maður myndina með lakkinu og nota vel af því 😉 síðan skellir maður myndinni ofan á efnið og strýkur vel yfir svo öll myndin leggst að. þetta er látið þorna í 1 sólarhring. Þá hefst vinnan við að nudda pappírinn af 😉 ég bleitti vel í pappírnum og lét standa á honum í 3-4 mínútur þá var auðveldara að ná pappírnum af! ég þurfti að gera 2 umferðir af nuddinu en lét alveg þorna á milli!!!!
svo eru herlegheitin hengd upp til þerris og svo er straujað yfir. Myndin kom bara mjög vel út, en þessi aðferð er maus!
svo saumar maður bara púðann sinn saman 🙂 ég gerði fyrst prufu með litlum myndum og gerðist heldur bráðlát og bleytti upp í pappírnum of fljótt, þess vegna nuddaðist hluti af bambanum í burtu, passið ykkur á því 🙂
hinn púðinn var bara „písofkeik“ þar prentaði ég á straupappír (pappír sem maður prentar á og straujar síðan yfir á efni) ég var með 2 arkir svo ég þurfti að skeyta myndina saman, en það tókst bara nokk vel samskeitin hrópar alls ekkert á mann!! Eða hvað finnst ykkur?
Munurinn á myndunum er að, límda myndin er grárri en sú sem er straujuð á…
Ein svona auka, ég er svoooo ánægð með þessa púða! Ég lauma líka með tveimur kertum sem ég setti utan um og ég er líka ánægð með 😉

Njótið nú helgarinnar kv. Gunna






Færðu inn athugasemd