Með kjól í hjarta og… jæja þá er kominn sunnudagur -aftur 😉 Kjóll þessarar viku er ótrúlega þæginlegur, hann er með hálfgerðu blöðrupilsi og axlabönd halda uppi brjóststykkinu. Litirnir í honum eru allir mínir uppáhalds, rautt, svart, grátt og blátt. Ekki leiðinlegt það, ég get því verið í sokkabuxum í öllum þessum litum við hann! Hálsfestin mín er gerð úr gömlum saumavélaspólum sem ég fékk fá henni Gunnu ömmu minni. Ég setti bara sömu liti og eru í kjólnum á spólurnar 🙂
Þennan kjól er ég búin að eiga í nokkur ár og hef notað hann roslalega mikið, og hann er alltaf eins!
þar sem hann er svona skræpóttur þá gefur það möguleika á að notað nokkra liti af peysum eða blússu við´ann 😉
Þessi kjóll getur bara ekki verið annað en uppáhalds, þar sem hann er bæði þæginlegur og mjög klæðilegur!
Eigið nú notalegan sunnudag,
kveðja Gunna