Þar sem maður var svo heppin að fá auka laugardag í gær 1. maí 😉 nú þá þurfti að taka til hendinni og sjæna smá. Ég á svaka sætan bakka sem mig langaði að dubba upp á og fékk þá hugmynd að prenta út gamalt Íslandskort og tilla lauslega á bakkann, þar sem ég tími ekki að líma það pikkfast á. þetta er bara skemmtileg tilbreyting og ég prófaði líka að setja kortamynd á kerti það kom líka smart út 😉 En hér er handavinna gærdagsins…
ég prentaði út á A3 blað og klippti svo út…
svona leit bakkinn út fyrir meðhöndlun …og svo eftir sjæninguna…
er þetta ekki bara að gera sig?
Hvíta útvarpið mitt er líka voða krúttilegt og þæginlegt…
Mér finnst þetta bara sniðug lausn á að skreyta bakka, nú getur maður alltaf skipt um mynd allt eftir hvernig skap frúarinnar er…
Eldgamla Ísafold svíkur mann sko ekki, síung og falleg 😉
Hafið það nú gott á helginni, kveðja Gunna.