Ég sá um daginn svo flott skinnefni á blogginu hjá henni Ragnhildardottir þar sem hún setti „skinn“ (sem keypt var í Twill) á stól… Ég fór og keypti mér smá bút til að setja á gamlann koll sem ég á og búið er að stytta fæturnar á, þar sem einn brotnaði 😉 þannig að nú er hann skammel 🙂 kýkjum á gripinn…
hérna er „skinnið“ ég keypt 50 cm. en það er ca 140 cm á breidd svo það varð afgangur sem nýttur var í annað… 😉
Kollurinn er búinn að þjóna vel og er lúinn!
einn fóturinn gaf sig um miðju svo við söguðum hina bara líka af…
„skinnið“ klippt og tilbúið…
það passar…
búið að festa „skinnið“ á…
sjáið bara hvað skammelið mitt er orðið flott! Eeeen ég held að ég máli fæturnar, það toppar hann örugglega 🙂
ooohhh ein svona auka og í nærmynd.
kveðja Gunnan 🙂