KJÓLAdagur runninn upp enn og aftur og enn er til kjóll til að sýna 😉 Í dag er það rauður kjóll, minn uppáhaldslitur… þessi er nýlegur og er æðislega flottur -að sjálfsögðu! kíkjum á gripinn…
Sjáið bara hvað hann er lekkert, hálsmálið er hátt, en gerir mjög mikið fyrir kjólinn…
rennilásinn er bara til skrauts, þetta er enginn vasi 😉
Ég er ógurlega hrifin af stúkum og nota þær mjög mikið sérstaklega yfir vetrartímann. Þær geta verið skemmtileg viðbót við flíkina 🙂
Þessi kjóll er nákvæmlega eins þæginlegur og hann lítur út fyrir að vera…
eigið góðan dag…
Kveðja Gunna 🙂