Kjóladagurinn minn á blogginu er runninn upp… og í dag skoðum við einn bleikan með doppum, voða sætann og klæðilegann!
sjáið bara hvað hann er flottur og svolítið „gamaldags“ svo mikið ég 😉
hann er skemmtilega rykktur í hálsmálið, sem setur fallega heildarmynd á kjólinn.
Svo eru smartar vængjaðar ermar á´onum…
Fallega rykkt pífa er neðst á kjólnum. En hann er eins og ég sagði fyrr, yndislega „gamaldags“ og mér finnst gott að klæðast honum!
kjólakveðja Gunna