Ég fór í IKEA um daginn og rakst þar á myndir af skóm, og þar sem ég er svo hrifin af skóm (ha ertu hissa?) þá bara varð ég að fá myndirnar með mér heim! Nú þegar nýr hlutur kemur í hús þá þarf stundum að færa aðra hluti til og þetta getur kallað á breytingar (ha ertu hissa?) 😉 en hvað því líður þá voru breytingarnar myndaðar í bak og fyrir…
sjáið bara hvað skómyndirnar eiga heima þarna…
…
rauði liturinn rífur upp stemmninguna 😉
Eru þær ekki æðislegar?
rökkur…
„antikið“ í rauðu…
… og svo er ein svona yfirlitsmynd í lokin 😉