Jæja þá er runninn upp enn einn sæti sunnudagurinn. Nú þá er komið að kjól vikunnar, en hann er svona spari… 🙂 spörum bara orðin og skellum okkur í myndirnar…
Svartur og hvítur er´ann og úr teygjuefni sem er gasalega þægilegt… 😉
flotta hálsmenið er eftir hana Dídí Torfa en hún hefur gert mörg falleg stykkin…
…það er svo gassssalega hentugt að hafa rendurnar á kjólnum í allar áttir, þá taka færri eftir hillum sem eru hér og þar á manni…
…og svörtu reimuðu stígvélin mín eru flott við 🙂
kveðja úr sólinni í Hafnarfirði Gunna 🙂