…já rétt JÓL! En ok ég veit þetta er örlítið of snemmt að fara að jólast núna, en víst að Rúmfatalagerinn reið á vaðið með jóla, jóladúll, þá hlítur að vera í lagi að ég rétt komi svona inn á jólaundirbúninginn 🙂 erhaggi bara? jæja þannig er að ég gróf upp „gamlar“ myndir frá mér af allskyns föndri og dúlli og rakst á myndir af „Jólaeggjunum“ mínum… Svo nú er frúin með í bígerð, þar sem mikið er borðað af eggjum á heimilinu þessa dagana að fara að nýta það sem til fellur! svo nú verða máluð nokkur jólaegg fyrir jólavertíðina, þið fáið kannski að sjá myndir af því síðar. En ég ætla að leyfa nokkrum myndum af „gömlu“ jólaeggjunum mínum sem ég málaði á fyrir nokkrum árum, að fljóta með í dag…