Þá er komið að því að sýna eldhúsgluggann minn, og nú eru blúndur mættar á staðinn. Ég fékk blúndudúk í „þeim góða“ og ákvað þegar ég kom heim með hann, að klippa hann niður og nota í gluggahlerana mína 😉
Þó að hlerarnir mínir séu voða fínir þá fannst mér eitthvað vanta, þ.e gera þá hlýlegri…
Hérna er dúkurinn kominn í ræmur og límbyssan góðan komin á loft, til að festa blúnduna.
Mér finnst þetta vera voða hlýlegt svona…
bara svo hlýtt og kósý í rökkrinu… Kveðja Gunna
Ahhhh….svo fallegt!
Líkar viðLíkar við
Takk 😉
Líkar viðLíkar við