Ekki hefur frúin nú verið mjög dugleg við bloggið upp á síðkastið, enda sumarfrí og  því verið á endalausu flandri út og suður 😉  En í gær eignaðist ég æðislega flotta gínu, sem að hún Eik tengdadóttir mín þurfti að losna við! Og nú varð ég bara að deila myndum af´enni íklæddri palliettukjól sem ég eignaðist fyrir lööööööööööööngu síðan! Ég fékk líka þá flugu í hausinn að hafa einn „kjólabloggdag“ viku hérna, þar sem ég á til gommu af allavegana kjólum, fyrir öll tækifæri. en  það kemur bara í ljós 🙂 en hér kemur taka 1…

IMG_0609 Gínan mín mætt í hús og enn berstrípuð, en reddý fyrir fyrstu mátun...

IMG_0607                                 Jæja hvernig líst ykkur á´ana…

IMG_0601Þessi kjóll hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds, en hann er rosalega þungur!

IMG_0602                                …ég á sko líka „nokkur“ pör af skóm…

IMG_0604

IMG_0612                               Sjáið bara allar pallíetturnar og perlurnar sem saumaðar eru út í allann kjólinn!

IMG_0616                  Dulúð…

IMG_0618                                 …rautt og rómó svona í restina!  En vonandi fáið þið að hitta fröken Gínu fljótlega og þá í „nýju“ dressi… 😉

Posted in

2 svör við “Kjólklædda gínan”

  1. einrun Avatar
    einrun

    þú ert yndisleg Gunna!!!

    Líkar við

  2. Stína Sæm Avatar

    vá hvað þessi kjóll er gordjöss og held ég hafi aldrei séð svona dásamlega skó (nema í bió) allt outfittið er bara með því fallegra. Líst vel á einn kjóladag á viku, miðað við þessa tvo….. rauði kjóllinn er sko algjör dásemd líka,
    Hlakka til að sjá frammhaldið og hugmyndin er snilld 🙂

    kær kveðja
    Stína Sæm

    Líkar við

Skildu eftir svar við einrun Hætta við svar