Ein af uppáhalds bókunum mínum er „Blómin á þakinu“ og fjallar um hana Gunnjónu sem ræktar garðinn sinn á svölunum sínum… Ekki það að ég sé með mjög græna fingur, reyndar eru þeir svo föl grænir að ég jafnvel drep gerfiblóm 😦 En nú hef ég verið svo „heppin“ að það hefur ringt svo mikið í sumar að jarðaberjaplönturnar mínar lifa nokkuð góðu lífi á svölunum mínum. Maður hefur reynt að taka þetta á Pollýönnu háttinn og troðið upp með sól í hjarta og söng á vörum ( þó ég sé nú kannski ekki besti söngvarinn í Hafnarfirði 😉 ) Ég skellti mér út í morgun og smellti nokkrum myndum af „ljúfum sumardegi“ eða þannig…
Sko það verður svoleiðis sultað og saftað af allri uppskerunni…
Þetta er eiginlega spurning hvort maður eigi ekki að halda uppskeruhátíð í haust…
…og þessi hangir bara í rigningunni dag eftir dag…
Það er nú smá litur úti í gráleita sumardeginum ;)
…og hér eru blómin á þakinu. Endilega njótið dagsins, það ætla ég að gera 🙂
Kveðja Gunna