Sá sem flöskustútur…

æi hvað maður er eitthvað framtakslaus þessa daganna og sinnir ekkert blogginu sínu! en ég fór einn hring með myndavélina og nældi mér í nokkrar flöskumyndir…

IMG_2128                                Coca Cola flöskur og heimagert „járnskilti“

IMG_2133Draumurinn er nú að komast yfir eina Spur Cola flösku svona fyrir minninguna… en alltaf finnst mér nú kókflaskan  sérstaklega sú litla vera svolítið sjarmerandi

IMG_2135          

IMG_2139Mjólkurflöskurnar, dísus er maður orðinn gamal?  ég man allavegana eftir þegar maður fékk mjólk og rjóma úr svona flöskum svo var þeim lokað með áltappa/flipa.

IMG_2140                          Talandi um mjólk,  ég get enn fundið lyktina þegar maður var sendur með mjólkurbrúsa í mjólkurbúðina og  fékk að fylla brúsann af freyðandi mjólk… og keypti skyr í smjörpappír…

IMG_2142                            gömul prufuglös…

IMG_2145                         …nýjar flöskur fyrir sumardrykki, glaðleg glös og rör…

IMG_2146                                Hver man eftir vaxbornu pappa-rörunum sem voru svo góð á bragðið? hehe bara ég? en þið sem munið, nú getið þið keypt svona rör t.d.í  Hlöðunni á Selfossi http://www.hladan.is/

IMG_2147                           Sumarið er komið, glösin og sumarflöskur í startholunum svo nú má þessi „Gula“ láta sjá sig 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s