æi hvað maður er eitthvað framtakslaus þessa daganna og sinnir ekkert blogginu sínu! en ég fór einn hring með myndavélina og nældi mér í nokkrar flöskumyndir…
Coca Cola flöskur og heimagert „járnskilti“
Draumurinn er nú að komast yfir eina Spur Cola flösku svona fyrir minninguna… en alltaf finnst mér nú kókflaskan sérstaklega sú litla vera svolítið sjarmerandi
Mjólkurflöskurnar, dísus er maður orðinn gamal? ég man allavegana eftir þegar maður fékk mjólk og rjóma úr svona flöskum svo var þeim lokað með áltappa/flipa.
Talandi um mjólk, ég get enn fundið lyktina þegar maður var sendur með mjólkurbrúsa í mjólkurbúðina og fékk að fylla brúsann af freyðandi mjólk… og keypti skyr í smjörpappír…
…nýjar flöskur fyrir sumardrykki, glaðleg glös og rör…
Hver man eftir vaxbornu pappa-rörunum sem voru svo góð á bragðið? hehe bara ég? en þið sem munið, nú getið þið keypt svona rör t.d.í Hlöðunni á Selfossi http://www.hladan.is/
Sumarið er komið, glösin og sumarflöskur í startholunum svo nú má þessi „Gula“ láta sjá sig 😉