Ég hef lengi haldið uppá Merilyn Monroe og þykir mér hún hafa verið afskaplega falleg kona. Ég hef líka gengið um nokkuð skeið með þann draum að mála stóra „mynd“ af henni á vegg hjá mér, en það verður víst að bíða um sinn. Ég rakst nýlega á mynd sem ég sá alveg fyrir mér sem „veggmyndin“ sem mig langar í. og þar sem það mun einhver tími líða þar til ég get málað vinkonu mína upp á vegg hjá mér, þá er hún komin í „lítinn“ramma hjá mér -tímabundið 😉 kíktu á…
Ég hlakka mikið til að mála STÓRA mynd af´enni
Hún sómar sér vel meðal húsanna í bænum…
Rauði „varaliturinn“ setur flottan svip á myndina…
Hér er svo orginal myndin, hún er æðisleg!
Ég læt hana eiga lokaorðin sem ég er svoooo sammála…; „Give a girl the right shoes and she can conquer the world.“ Marilyn Monroe