það kom smá breytingarlöngun yfir mig en ég fékk þá flugu í höfuðið, að setja nýtt lúkk á bekk sem ég er með inni í stofunni. Ég fór út í næstu vefnaðarvöruverslun hér í Hafnarfirði og fann þetta bara huggulega „skinn“ eða þannig…
Svona leit bekkurinn út…
…þessi líka fína gæra ofaná´onum..
Hér er svo búið að skella nýja lúkkinu á…
…og þar sem gæran var orðin á lausu og þessi kistill bara nokkuð tilkippilegur nú þá…
…var þeim skellt í sambúð! Bara nokkuð góð 😉