Nú eru til svo svakalega mörg falleg og skemmtileg járnskilti, með bæði fallegum orðum og líka nokkrum hnittnum 🙂 oooog mikið langar mig í mörg þeirra, en það er víst ekki í boði. Svo mín fór bara í IKEA keypti ódýran hvítan Nyttja ramma 34×44 cm á 595 kr ! fór svo heim og prentaði á sætan pappír sem leyndist á heimilinu og hókus pókus komin líka þessi flotta lesning upp á vegg. Nú getur frúin bara skipt út reglulega…
… og bara nokkuð sátt við útkomuna! Hvað finnst þér?