Vinkona mín hún Inga er bjartsýniskona og hefur mikla trú á vinum sínum og þar með talið mér 🙂 Því þegar ég átti afmæli færði hún mér flottan stand undir muffinsköku (hún er nebblega að vonast eftir því að húsmæðrataktar fari nú að taka sig upp hjá mér með auknum aldri og vonandi þroska) en þar sem frúin er ekki alltaf með standandi kökuhlaðborð, nú og þá fannst mér að standurinn flotti gæti nú ekki staðið stingandi auður uppi á borði. Nú var heilabúið ræst aðeins upp og inn datt hugmynd! Ég brunaði í Megastore og fann þar ódýrar frauðkúlur í tilraunina og nú taka við myndir…
…frauðkúlan heil og ósnert…
…botninn kúttaður af…
litlum töflupinnum stungið ofaní, aahh… þetta er að koma…
…svo er það málningin, bara dúmpað á…
…og þæfðir dúskar settir ofaná í þetta sinn…
…þetta er að koma…
…er haggi bara…
neibb ekki alveg, smá borði límdur í kringum kúluna…
júúú aðeins betra eeenn, það vantar aðeins meira dúllerý þarf að skoða það betur…
kveðja að sinni Gunnan