Duddað að náðhúsinu…

 Ég sá um daginn svo svakalega sniðuga hugmynd um hvernig hægt væri að fegra glugga með límmyndum http://dossag.blogspot.com/2012/07/innblastur-og-utkoman-part-i.html  Klósettglugginn hjá mér er með filmu og því smellpassaði þessi frábæra hugmynd fyrir mig.  Ég skellti mér í Söstrene Grene og keypti fallega fuglalímmynd og svo var bara að puða´essu upp…

…og hvað finnst ykkur er þetta ekki fallegra…

…og bara rómó í rökkurró!

þar sem ég er ekki með grænar fingur ferst mér best að hafa silkiblóm, held samt stundum að ég geti „drepið“ þau líka 😦

sætt…

„gömlu“ sápurnar úr yndislegu búðinni Sirku á Akureyri.

…þetta flotta „salerniseyðublaðastatíf“ fékk í Evitu á Selfossi endilega kíkið á þetta blogg þið sem ekki eruð búin að því nú þegar: http://stinasaem.blogspot.com/2012/07/i-verlunarfer-selfossi.html
  bastkörfurnar geyma rusl og hin geymir ný og óútfyllt salerniseyðublöð…

…snyrtipungarnir mínir sem ég keypti í Sirku á Akureyri bíða spenntir eftir næsta ferðalagi og hjartað er líka frá Akureyri :)…

rest af límmiðum skellt á spegilinn…

ég var svo ákveðin í að hafa grátt þema á klósettinu, að þegar ég fann hvergi gráar baðmottur þá keypti ég bara þessa sem var kringlótt og svo klippti ég hana bara í tvennt, og önnur var sett fyrir framan baðið…

…og hin við vaskskápinn, bara nokkuð sátt me´ða 🙂

                                                                                                                            Kveðja að sinni Gunna

2 athugasemdir við “Duddað að náðhúsinu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s