ég á svo svakalega mikið að allskyns glerkrukkum að é ákvað að gera smá prufu sem ég sá einhvern tíman einhver staðar á netinu 🙂 fann ekki linkinn þegar ég ætlaði að setja hann með! en þetta er ekkert mál bara að gera svona: blanda matarlit í smá vatn, og hrærði það síðan út í límlakk. helltið því síðan í krukkuna og veltið henni þar til hún er þakin lit að innan, hella afgangnum í næstu krukku eða í ruslið. hvolfið krukkunni á pappír í ca. 20 mín. því næst er krukkan sett á bökunarplötu klædda með smjörpappír. sett í 100°C heitan ofn í 10 mín til að flýta þurrkun slökkt á ofninum opna rifu og látið kólna… þrælsniðugt fyrir okkur sem erum alltaf að dubba upp með nýjum og nýjum litum 🙂 nú eða í veisluna!!!
sko bara sætt…
kveðja Gunnan.



Skildu eftir svar við Guðny Björg Hætta við svar