Víst að ég er byrjuð í páskagírnum þá er svo erfitt að stoppa og hérna kemur dulítið meira…
Krúttlegar kanínur sem standa vaktina í eldhúsglugganum
Þetta er nú gamlar perlumyndir sem ég gerði með börnunum mínum fyrir mööööööörgum árum síðan, en eru alltaf dálítið sætar.
Glaðleg hænsni…
þessa finnst mér mjög vænt um, yndislegir páskaungar eftir börnin mín!!
Haninn fær að trjóna uppá arninum
Þessa gerði Frúin hér í denn...
…og þennan líka.
Þessi egg málaði Birgitta Brá ömmustelpa þegar hún var c.a 3-4 ára, yndislegt að eiga svona gersemar!
Blómlegt…
Kanína mín á flotta hvíta stofuskápnum og hænuklippimyndir sem ég gerði fyrir mörgum, mörgum árum…
Kær kveðja Gunnan