Ohhh hvað ég elska að dúllast svona á laugardegi!! Hér eru líka fleiri myndir af páskadótinu mínu… 

Ég fann þessar fallegu servíettur og bara gat ekki staðist það að taka þær með mér heim úr búðinni og þar sem ég átti kerti inn í skáp þá skellti ég sýnishorni af þeim, á það bara nokkuð gott!

  

OOOhh þessi kerti keypti ég í frábærri búð á Eskifirði, vá ég hef aldrei og þá meina ég ALDREI, séð annað eins úrval af kertum og ég varð bara eins og barn í dótabúð -ég ætlaði bara ekki að geta valið!!! Hænudúkinn gerði ég fyrir síðustu páska…

    

Fallegu páskagardínurnar mínar, sem ég keypti í Kaupfélagi Borgfirðinga Borgarnesi, hér á seinni parti síðustu aldar 🙂

  

Eldhúsglugginn minn með þæfðu hænunum mínum og „leikskólablómaföndrinu“ 

glaðlegar hænur…

Meira leikskólaföndur

engir páskar án eggja…

og bakkinn góði og glaði

grænu servíetturnar sem ég var búin að kaupa en…

kveðja Gunnan 🙂

Posted in ,

2 svör við “…og meiri af páskum…”

  1. Amalía Pálsdóttir Avatar
    Amalía Pálsdóttir

    Það er svo gaman að skoða myndirnar þínar og sjá hvað þú ert að gera.takk fyrir. Kveðja Amalía

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      Takk fyrir það Amalía mín!

      Líkar við

Skildu eftir svar við Amalía Pálsdóttir Hætta við svar